Blómagallerí


Verslunin Blómagalleri var opnuð 7.júní 1991 af systrunum Hansínu (Sínu) og Jórunni Jóhannesdætrum. Hansína hefur 30 ára reynslu af blómafaginu og rekur verslunina enn, ásamt góðu starfsfólki. Þar ber helst að nefna blómaskreytingarmeistarann Bertu Heiðarsdóttur sem hefur unnið hjá verslunni í 15 ár.

Allt frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á gott úrval af afskornum blómum og pottablómum ásamt sérvalinni gjafavöru. Okkur finnst mikilvægt að fara reglulega erlendis til að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum bæði í blómum og gjafvöru, sem við reynum að miðla til viðskiptavina okkar.

Fagleg og persónuleg þjónusta er í fyrirrúmi hjá okkur í Blómagallerí sem sýnir sig einnig best í traustum og ánægðum kúnnahóp í öll þessi ár.

Smátt eða stórt, við leggjum metnað í allt sem við gerum.

Hafðu samband

12 + 13 =

Blómagallerí